Tækni
Tækni

Tæknitilraunaverkstæði

Tilraunaverkstæðið býður upp á glæsilega aðstöðu í Gerðubergi! Þangað eru krakkar hjartanlega velkomnir með foreldrum sínum (til dæmis um helgar) eða á eigin vegum í tækniklúbbinn sem haldinn er nokkrum sinnum í viku. Önnur söfn bjóða upp á tækniviðburði inn á milli og við mælum með því að þið fylgist með á síðunni okkar TILRAUNAVERKSTÆÐIÐ, en þar söfnum við öllum fikt- og tæknitengdum viðburðum og fréttum. 

Á bókasöfnunum er líka hægt að finna bækur um alls kyns tækni og tilraunir, bæði á söfnunum sjálfum og í Rafbókasafninu. Þar á meðal er gott úrval af bókum um Minecraft, forritun, Sonic Pi, þrívíddarprentun og allt mögulegt annað. Munið að krakkar og unglingar fá ókeypis bókasafnsskírteini til 18 ára aldurs! 

Rasberry Pi